Vegna uppfærslu á vélbúnaði hjá Snerpu í símstöð á Ísafirði verður rof á Smartnet tengingum á Eyrinni og nokkrum ADSL-tengingum í efri bænum aðfararnótt 16. janúar frá kl. 01:00 og fram eftir nóttu vegna tengivinnu. Rofið hefur áhrif á bæði Internet og sjónvarpsþjónustu auk þess sem símaþjónusta á viðkomandi fastlínum rofnar á sama tíma.
Eftir útskiptingu á búnaði þarf endabúnaður notenda (router) að auðkenna sig á ný
og getur þurft að endurræsa hann ef hann fer ekki sjálfkrafa í auðkenningu. Einnig er líklegt að þurfi að endurræsa myndlykla. Er þá best að endurræsa router fyrst og þegar hann er farinn að sýna tengingu að endurræsa þá myndlykil.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.