Quantcast
Channel: Snerpa.is - Tilkynningar
Viewing all 188 articles
Browse latest View live

Bilun í sambandi við útlandagátt Símans

$
0
0

Um kl. 19 bilaði samband sem við kaupum af Símanum til Reykjavíkur og tengist útlandagátt Símans. Þetta veldur töluverðum truflunum og þó við höfum virkjað varaleið þá virðist sem nafnaþjónusta (DNS) rati ekki rétta leið og erum við að vinna í að lagfæra það. Innanlandssambönd virðast í lagi fyrir utan samband okkar á Þingeyri sem er út vegna sömu bilunar hjá Mílu. Verið er að vinna að viðgerð.

Uppfært kl. 20:14 - Dyntum í samböndum virðist lokið nema samband okkar til Þingeyrar er enn úti. Reikna má með að það komi inn fljótlega að sögn vaktborðs Mílu.

Uppfært kl. 20:54 - Samband á Þingeyri er komið upp.


Truflanir á póstþjónustu

$
0
0

Búast má takmörkuðu aðgengi í póstþjónustu vegna bilunar í póstþjóni til 10:20. Unnið er að viðgerð.

 

Viðgerð lokið.

Truflanir í auðkenningu

$
0
0

Í nótt kom upp vandamál í auðkenningu sem lýsti sér þannig að  sumir notendur auðkenndust ekki en aðrir voru í lagi. Þetta hafði eingöngu áhrif á þá sem voru að endurræsa hjá sér búnað á tímabilinu. Í morgun, um kl. 8:30 fór vandamálið að ágerast og var ákveðið að endurræsa svokallaðan BRAS í framhaldinu. BRAS-þjónninn sér um auðkenningar í Smartnetinu, þannig að við að hann var endurræstur um kl. 8:40 féllu niður allar auðkenningar hjá notendum sem tengdir eru á Smartnetinu. Endurræsingin hafði ekki áhrif á sjónvarpsþjónustu og ekki heldur á notendur sem eru tengdir á neti Mílu.

Uppfært kl. 11:55

Orsökin virðist vera hugbúnaðarvandamál og tókst að komast fyrir það kl. 11:30 en fram til þess tíma var hluti notenda á efri hluta Eyrarinnar og á Hlíf sem átti í vandamálum með að tengjast.

Truflanir vegna þessa ættu að vera yfirstaðnar en möguleiki er á að einhverjir notendur þurfi að endurræsa búnað sinn.

Truflanir á Flateyri og Suðureyri

$
0
0

Bilun kom upp í sambandi hjá Mílu kl. 9:45 í morgun og hefur það áhrif á Flateyri og Suðureyri. Verið er að rannsaka hvað veldur. Þessi bilun hefur ekki áhrif á þá notendur Snerpu sem eru tengdir á Smartnet á þessum stöðum.

Uppfært kl. 10:24 - Sambönd eru komin í lag aftur.

Smartnet - Stutt rof á XDSL þjónustu

$
0
0

Vegna undirbúnings við stækkun sambanda þarf að flytja búnað á milli tölvuskápa kl 17:00 í dag og hefur það áhrif á netsamband hjá notendum sem tengdir eru um Smartnet Snerpu.

Reiknað er með að breytingarnar taki um 10 mínútur og mun netsamband falla alveg út á meðan en IP-sjónvarp og símakerfi á Smartnetinu verða ekki fyrir áhrifum.

Mögulega þarf að endurræsa endabúnað notandamegin ef netsamband kemur ekki upp aftur sjálfkrafa.
Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem þetta veldur.

Bilun í sambandi við útlandagátt Símans

$
0
0

Um kl. 19 bilaði samband sem við kaupum af Símanum til Reykjavíkur og tengist útlandagátt Símans. Þetta veldur töluverðum truflunum og þó við höfum virkjað varaleið þá virðist sem nafnaþjónusta (DNS) rati ekki rétta leið og erum við að vinna í að lagfæra það. Innanlandssambönd virðast í lagi fyrir utan samband okkar á Þingeyri sem er út vegna sömu bilunar hjá Mílu. Verið er að vinna að viðgerð.

Uppfært kl. 20:14 - Dyntum í samböndum virðist lokið nema samband okkar til Þingeyrar er enn úti. Reikna má með að það komi inn fljótlega að sögn vaktborðs Mílu.

Uppfært kl. 20:54 - Samband á Þingeyri er komið upp.

Truflun í póstþjóni

$
0
0

kl. 7:53 Bilun hefur komið upp í póstþjóni Snerpu  - verið er að skoða hvað veldur.

kl. 9:25 Viðgerð lokið. Bilun reyndist vera í disk sem tók nokkurn tíma að endurbyggja.

Truflanir á Ísafirði

$
0
0

Truflanir eru á neti á Ísafirði í efri bænum og á nokkrum stöðum í kringum Mánagötu. Unnið er að viðgerð.

Uppfært 17:00. Viðgerð lokið.


Truflanir í póstþjón

$
0
0

Truflanir eru á póstþjónustu vegna bilunar í póstþjóni. Unnið er að viðgerð.

Uppfært: 15:00 - Póstþjónusta hjá flestum er komin í eðlilegt horf. Þeir sem enn eiga í vandræðum geta bjargað sér tímabundið með því að nota vefpóstinn á http://vefpostur.snerpa.is og innskrá sig með tölvupóstfangi og lykilorði. Við bendum þó þeim sem enn eiga í vandræðum að hafa samband við okkur í síma 520-4000 eða nota vefpóstinn og senda okkur póst á snerpa@snerpa.is.

Truflanir í útlandasambandi

$
0
0

kl. 12:50 Vandamál er í gangi í útlandasambandi við Símann og við aðila innanlands sem eru tengdir hjá Símanum. Verið er að skoða málið.

kl. 13:27 Umferð virðist streyma eðlilega um varaleið en á tímabili truflaði bilunin varaleiðina einnig. Enn er verið að skoða þetta hjá Símanum en bilunin virðist vera að hafa áhrif á fleiri en Snerpu.

kl. 14:00 Búið er að komast fyrir vandann og streymir umferð nú eðlilega.

Miðlæg bilun

$
0
0

kl. 15:25 í dag varð alvarleg bilun í miðlægum búnaði hjá okkur sem varð til þess að skipta þurfti um búnað og tók það um klukkustund. Á meðan voru nær allir notendur okkar meira og minna sambandslausir en sjónvapsmyndlyklar virkuðu þó. Bráðabirgðaviðgerð er lokið en verið er að bíða eftir varahlutum og þegar verður skipt um þá verður stutt rof á meðan sem verður auglýst síðar. Hinsvegar má búast við einhverjum töfum í netsamböndum á álagstímum þar til viðgerð lýkur.

Bilun í sambandi frá Búðardal

$
0
0

Kl. 8:56  - Bilun er í sambandi á milli Búðardals og Reykhóla. Greining og viðgerð stendur yfir hjá Mílu. Skert þjónusta er á Vestfjörðum þar til viðgerð lýkur.  Þetta hefur áhrif á hluta notenda Snerpu sem tengjast um ADSL og Ljósnet Mílu á Ströndum, á sunnanverðum Vestfjörðum og utan Vestfjarða (um 30 tengingar). Þá má búast við skertri sjónvarpsþjónustu hjá notendum á Vestfjörðum sem eru með myndlykla Símans. Að öðru leyti ættu notendur Snerpu ekki að finna fyrir vandamálum.

kl. 13:20 -Viðgerð er lokið. Bilunin reyndist vera í búnaði á Reykhólum.

Bilun á Reykhólum

$
0
0

Í gær um kl. 18:40 kom upp bilun í búnaði hjá Mílu á Reykhólum og hafði hún áhrif á þá notendur Snerpu sem eru ekki á Smartnetinu. Notendur á Reykhólum, Patreksfirði og Tálknafirði urðu alveg sambandslausir en aðrir notendur voru með skert net og sjónvarpsþjónustu. Bilunin var yfirstaðin kl. 20:50 - Bilunin tók sig upp aftur kl. 06:05 í morgun og eru viðgerðarmenn frá Mílu á leið á staðinn og búist við að þeir verði komnir um kl. 9. Viðgerð lauk kl. 11:37

Uppfærsla í Tæknigarði - rof

$
0
0

Vegna uppfærslu á vélbúnaði Snerpu í Tæknigarði má búast við rofi á umferð um RIX-skiptistöðina í stutta stund á tímablilinu kl. 16-18 þriðjudaginn 20. september. Þetta getur haft áhrif á umferð út fyrir Snerpu, bæði innanlands- og útlandaumferð.

Umferð ætti þó að fara um aðrar leiðir á meðan nema símaumferð sem verður fyrir stuttu rofi, væntanlega innan við 5 mínútur.

Rof í aðgangsneti Mílu

$
0
0

Notendur sem tengjast okkur um aðgangsnet Mílu misstu samband um kl. 23:09 og fengu ekki samband aftur fyrr en um kl. 00:15. Ástæða er óþekkt og engin tilkynning hefur borist frá Mílu. Notendur á Smartnetinu urðu ekki fyrir áhrifum.


Bilun á Reykhólum

$
0
0

Um kl. 4:25 í nótt bilaði aðalsamband Mílu á Vestfirði á milli Búðardals og Reykhóla. Við þetta urðu sambandslausir notendur á suðurhluta Vestfjarða, þó voru notendur Snerpu á Bíldudal ekki sambandslausir þar sem þeir eru tengdir á Ísafjörð um Smartnetið. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fóru á varasamband innan nokkurra mínútna en það er mun afkastaminna. Sömuleiðis urðu notendur Snerpu utan Vestfjarða varir við hægagang af sömu orsökum. Míla gaf út tilkynningu um bilunina kl. 06:01 og byrjuðu notendur að ná sambandi af og til um kl. 10:15 í morgun. Einhvað ólag virðist þó vera enn á því sömu notendur eru enn ýmist að tengjast eða aftengjast. Flestir virðast vera komnir með samband kl. 10:28

Notendur á Smartneti Snerpu urðu ekki fyrir áhrifum enda fara sambönd vegna þess ekki um þessa leið. Þá er Snerpa tvítengd suður og varð útlandasamband Snerpu því ekki fyrir áhrifum.

Bilun á Flatyri og Þingeyri

$
0
0

kl. 14:02 Samband var að fara niður á Flateyri og hefur það einnig áhrif á Þingeyri. Smartnetsnotendur þar eru sambandslausir á meðan. Bilanaleit stendur yfir.

14:27 - Samband kemur upp. Skýringa er enn leitað. Virðist hafa verið rafmagnstruflun.

Truflanir á netþjónustu

$
0
0

Truflanir voru á netþjónustu rétt fyrir klukkan 16:00 í dag og stóðu yfir í rúmlega 10 mínútur.

Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim truflunum sem þetta hefur valdið.

Truflanir á netþjónustu

$
0
0

Um kl. 18 kom upp bilun í miðlægum búnaði sem olli sambandsleysi hjá stórum hluta notenda í um 25 mínútur. Ekki er búist við frekari truflunum.

Truflanir í IPTV og innanlandssamböndum

$
0
0

Vegna bilunar hjá Vodafone eru truflanir í IPTV yfirstandandi í stutta sund af og til. Einnig getur bilunin haft áhrif á aðra umferð á meðan þær standa yfir.

uppfært kl. 10:32: Bilunin er í vélbúnaði og hefur ágerst og við höfum því beint allri umferð á varaleið. Truflanir á IPTV, og reyndar útvarpi líka vara áfram þar til komist hefur verið fyrir bilunina.

uppfært kl. 12:40: Umferð til RIX er nú komin inn aftur. Önnur netsambönd eru í lagi en mun þurfa að rjúfa fljótlega, væntanlega síðar í dag, til að skipta um varahlut.

Viewing all 188 articles
Browse latest View live