Í kjölfar um rafmagnsleysis á Þingeyri í nótt kláraðist rafmagn af varaaflgjafa við búnað á Þingeyri um kl. 00:58 og varð það til þess að samband fór af við nokkra notendur í Dýrafirði og Arnarfirði. Samband var komið aftur á kl. 03:00
Uppfært kl. 15:52
Nokkur sambönd hjá Snerpu sem eru tengd beint á símstöð á Ísafirði eru niðri, búið er að setja upp færanlega varaaflstöð þar en flestir þeir notendur sem eru sambandslausir eru það vegna þess að þeir hafa verið straumlausir frá hádegi.
Uppfært kl. 15:56
Veituspenna er komin á í símstöðinni á Ísafirði og því afstýrt í bili hættu á frekari sambandstruflunum. Þó þarf að keyra niður búnað í stutta stund til að færa yfir á veituspennu. Rafmagnslaust hefur verið á Suðureyri það lengi að varaaflgjafi er tómur en það hefur þó einungis áhrif á örfáa notendur sem eru reyndar straumlausir.
Uppfært kl. 16:45
Samband er komið á á Suðureyri eftir að veituspenna komst á.